Karfan er tóm.
- Háskólinn
- Starfsfólk
- Inspera
- Nám
- Ferðamáladeild
- Fiskeldis- og fiskalíffræðideild
- Hestafræðideild
- Hagnýtar upplýsingar
- Rannsóknir
- Vefverslun
Karfan er tóm.
Samstarfsnefnd háskólastigsins á Íslandi, sem mynduð er af rektorum allra íslensku háskólanna, fordæmir harðlega innrás Rússa í Úkraínu. Samstarfsnefndin lýsir yfir samstöðu með nemendum og starfsfólki úkraínskra háskóla sem og öllum íbúum landsins. Hugur nefndarinnar er hjá öllum þeim sem eiga um sárt að binda vegna átakanna og hjá þeim sem á flótta eru.
Háskólar á Íslandi leggja þunga áherslu á og standa vörð um akademískt frelsi, mannréttindi, lýðræði og tjáningarfrelsi.
Íslenskir háskólar munu fylgjast náið með framvindu mála og bregðast við eftir því sem málin þróast. Háskólarnir munu vinna með stjórnvöldum varðandi mögulegar leiðir til að koma til móts við nemendur og starfsfólk úkraínskra háskóla sem þurfa að flýja stríðsátök og leita hingað til lands.
Háskólarnir munu jafnframt huga sérstaklega að starfsfólki og nemendum sínum frá Úkraníu og Rússlandi, og þeim sem eiga þar skyldfólk og ástvini.