Karfan er tóm.
- Háskólinn
- Starfsfólk
- Inspera
- Nám
- Ferðamáladeild
- Fiskeldis- og fiskalíffræðideild
- Hestafræðideild
- Hagnýtar upplýsingar
- Rannsóknir
- Vefverslun
Karfan er tóm.
Mette Mannseth yfirreiðkennari við Háskólann á Hólum var stigahæsti knapi í einstaklingskeppni Meistaradeildar KS í hestaíþróttum annað árið í röð, með 124 stig. Hún hélt forystu yfir allt tímabilið og var meðal annars sigurvegari í fjórgangi og gæðingafimi með Skálmöld frá Þúfum. Enn fremur var hún í 2. sæti í tölti með hryssu sína List frá Þúfum. Mette var liðsstjóri í liði Þúfna og athyglisvert er að liðið hefur náð að keppa nær eingöngu á heimaræktuðum hrossum frá Þúfum. Liðið varð í 3. sæti í heildarliðakeppninni, með 260 stig.
Þórarinn Eymundsson reiðkennari og liðsstjóri í liði Hrímnis varð í 3. sæti í einstaklingskeppninni, með 115 stig. Þórarinn stóð uppi sem sigurvegari í fimmgangi á Þráni frá Flagbjarnarholti. Í tölti varð hann í 3. sæti með hryssuna Þrá frá Prestsbæ og í 4. sæti í skeiði með Gullbrá frá Lóni. Gullbrá rann á 4,85 sek. í gegnum Svaðastaðhöllina. Lið Hrímnis varð í 2. sæti í liðakeppninni, með 281,2 stig.
Konráð Valur Sveinsson reiðkennari varð í 2. sæti í skeiði á Kjarki frá Árbæjarhjáleigu II, á tímanum 4,75 sek.
Einnig má nefna að lið Íbishóls vann liðakeppnina í ár með samanlagt 292,2 stig. Starfandi deildarstjóri, Elisabeth Jansen, hefur tekið þátt í hrossaræktinni á Íbishóli frá 2005 ásamt Magnúsi B. Magnússyni liðsstjóra og voru nokkur af keppnishrossum liðsins í ár úr ræktun þeirra.
Margir af nemendum hestafræðideildar tóku þátt í Meistaradeild KS í vetur með góðum árangri og erum við afar stolt af nemendum okkar, núverandi sem fyrrverandi.
Óskum við þeim öllum til hamingju með góðan árangur í vetur.