Karfan er tóm.
- Háskólinn
- Starfsfólk
- Inspera
- Nám
- Ferðamáladeild
- Fiskeldis- og fiskalíffræðideild
- Hestafræðideild
- Hagnýtar upplýsingar
- Rannsóknir
- Vefverslun
Karfan er tóm.
Tíu nemendur, frá Belgíu, Danmörk, Finnlandi, Íslandi, Lettlandi, Svíþjóð og Þýskalandi hafa nú brautskráðst með meistaragráðu í útivistarfræðum (friluftslif/outdoor studies) og er það í fyrsta skiptið sem nemendur eru brautskráðir með þessa gráðu sem er sameiginleg meistaragráða frá fjórum háskólum; í Svíþjóð (GIH), Noregi (USN og NIH) og Íslandi (Ferðamáladeild Háskólans á Hólum).
Meistaranám í útivistarfræðum er ný námsgráða sem Ráðherraráð Norðurlanda hefur styrkt. Fyrstu nemendur voru innritaðir haustið 2020 og þann 10. júni síðastliðinn kynntu þeir meistararitgerðir sínar áður en formlega brautskráning fór fram við Háskólann í Suð-austur Noregi (USN).
Þessir nemendur hófu nám haustið 2020 við GIH í Stokkhólmi í Svíþjóð, en fyrsta önnin var öll á netinu vegna Covid19. Vorönnin var svo kennd við USN í Bo og NIH í Osló, en nemendur bjuggu í Bo. Það var fyrsta önn nemenda sem staðarnema, þar sem þeir gátu notið þess að vinna saman, hittast, fara með kennurum í útivistarferðir og stunda útilíf sem er stór hluti námsins. Þriðja önnin fór fram heima á Hólum, haustið 2021, þar sem nemendur lærðu um náttúru og ferðaþjónustu og stunduðu verknám tengt útivist.
Meistaraverkefnin voru jafn fjölbreytt og nemendur sjálfir hér má sjá yfirlit yfir heiti ritgerða, sem gefur smá innsýn inn í viðfangsefni nemenda:
Birthe Silvie-Mareen Daber: “Care for nature doesn't just happen!" Perspectives on care for nature in Norwegian teacher education.
Florian Dremsa: Friluftsliv Experience - Combining sociocultural and phenomenological analysis in outdoor research.
Sven Anders Henrik Erlingson: Why hiking solo? Exploring the rationale behind solo hiking meaning construction.
Ieva Pīrāga: "I think it’s nice doing something I enjoy". A case study on community gardening programme for adults with learning disabilities.
Niels Emile Tony Rasmussen: “Legitimised by risk” A sociological study of personal risk justification in mountaineering parents.
Eyrún Björnsdóttir: "The Young Explorer Experiment".
Anna Margrét Tómasdóttir: “Open the doors”. A study of teachers' experiences after participating in a place-based education course.
Niels Joris Rösche: Nature and poetry Poetry as a method for nature connection.
Sonja Katerina Ikonen: Plane ticket to nature: Nordic nature-based tourism entrepreneurs’ perspectives on tourism impacts on the environment.
Martin Drejer Andersen: Outdoor teaching in higher education A qualitative study of teachers bringing university teaching out-of-doors.
Næsti nemendahópur í þessu meistaranámi er væntanlegur heim að Hólum nú í haust og hlökkum við til að taka á móti þeim í útivistarparadísinni hér heima á Hólum.
Einnig er hægt að sjá fréttina á vef usn.no