Karfan er tóm.
- Háskólinn
- Starfsfólk
- Inspera
- Nám
- Ferðamáladeild
- Fiskeldis- og fiskalíffræðideild
- Hestafræðideild
- Hagnýtar upplýsingar
- Rannsóknir
- Vefverslun
Karfan er tóm.
Út er komin skýrsla á vegum ferðamáladeildar Háskólans á Hólum (HH) og Rannsóknarmiðstöðvar ferðamála (RMF). Skýrslan greinir frá niðurstöðum rannsókna sem fram fóru í Grímsey, norður af Íslandi, sumarið og haustið 2022. Höfundar skýrslunnar eru Ása Marta Sveinsdóttir sérfræðingur hjá RMF og Laufey Haraldsdóttir lektor við ferðamáladeildar HH.
Markmið rannsóknanna var að skoða eðli og áhrif ferðamennsku í Grímsey, þar sem bæði yrði litið til land- og skemmtiskipaferðamennsku. Tilgangurinn var að safna gögnum til markvissrar uppbyggingar Grímseyjar sem áfangastaðar ferðamanna.
Þróun ferðaþjónustu í Grímsey er skammt á veg komin og rannsóknir takmarkaðar. Hins vegar hefur komum ferðamanna til þessarar litlu eyju norður í hafi aukist gríðarlega yfir sumartímann undanfarin ár. Í aukinni ferðamennsku geta legið ýmiss tækifæri til uppbyggingar fyrir samfélög sem gengið hafa í gegnum breytingar í atvinnuháttum og íbúafækkun. Strjálbýlir áfangastaðir líkt og Grímsey, eru þó sérstaklega viðkvæmir fyrir svo árstíðabundinni fjölgun ferðamanna sem reynir mjög á náttúru og innviði eyjunnar. Nauðsynlegt er að fyrirbyggja og draga úr neikvæðum áhrifum og tryggja ábyrga þróun atvinnugreinarinnar í eyjunni. Er skýrsla þessi varða á þeirri leið.
Skýrslan er unnin með stuðningi frá Frumkvæðissjóði Byggðastofnunar og Rannsóknasjóði Háskólans á Akureyri. Þá fékkst styrkur frá Nýsköpunarsjóði námsmanna og vann Rita Tallárom nemandi í ferðamálafræðum við HH einnig að verkefninu.
Verkefnið var unnið í góðu samstarfi við ferðamálaaðila og íbúa í Grímsey sem studdu við framkvæmd þess á ýmsa vegu og er þeim færðar sérstakar þakkir fyrir.
Skýrsluna í heild sinni má lesa hér.