Ferðamál á Norðurslóðum (Journal of Arctic Tourism) er nýtt ritrýnt tímarit um ferðamál og það fyrsta sinnar tegundar hér á landi. Ferðamáladeild stóð að stofnun tímaritsins ásamt samstarfsaðilum í gegnum Rannsóknamiðstöð ferðamála (RMF).
Nú er kallað eftir greinum í fyrsta sérhefti tímaritsins og er það Jessica Aqino dósent við Ferðamáladeild sem ritstýrir ásamt meðritstjórum. Kallað er eftir greinum um nærandi ferðaþjónustu á norðurslóðum (Regenerative tourism).
Áhugasamir eru hvattir til að kynna sér kallið
hér