Mannauðsstjóri

Laust er til umsóknar starf mannauðsstjóra við Háskólann á Hólum.

  • Ábyrgð og helstu verkefni
    • Endurskoðun og eftirfylgni mannauðsstefnu.
    • Ráðgjöf og stuðningur við stjórnendur háskólans.
    • Gerð fræðslu- og símenntunaráætlunar og mótun starfsþróunar- og mannauðsáætlunar.
    • Yfirumsjón með öllum ráðningum og móttaka nýliða.
    • Yfirumsjón með launavinnslu og eftirfylgni réttinda starfsmanna.
    • Eftirfylgni með jafnlaunastefnu og umsjón með úttektum.
    • Ábyrgð á framkvæmd starfsánægjukannana og annarra lykiltölumælinga í mannauðs-málum.
  • Menntunar- og hæfnikröfur
    • Háskólapróf í mannauðsstjórnun eða skyldu fagi.
    • Þekking og reynsla af mannauðsstjórnun.
    • Góð íslensku- og enskukunnátta, bæði í töluðu og rituðu máli.
    • Þjónustulund, greiningarhæfni og áreiðanleiki.
    • Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum og samstarfshæfni.
    • Góð almenn tölvukunnátta.

Um 100 % stöðu er að ræða og er umsóknafrestur til og með 3. september 2021. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Launakjör eru skv. kjarasamningi fjármálaráðherra og viðkomandi stéttarfélags. Um starfskjör, réttindi og skyldur gilda að öðru leyti lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins nr. 70/1996.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Erla Björk Örnólfsdóttir, rektor Háskólans á Hólum. Umsókn skal fylgja ítarleg ferilskrá og kynningarbréf sem rökstyður áhuga og færni viðkomandi í starfið. Umsóknir og fyrirspurnir sendist á netfangið erlabjork@holar.is Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir.

Um skólann
Háskólinn á Hólum er elsta menntastofnun landsins, staðsett á Hólum í Hjaltadal. Við skólann er boðið upp á gæðanám á grunn- og framhaldsnámsstigi sem og öflugt rannsóknastarf. Háskólinn er miðstöð þekkingar á þremur fræðasviðum: hestafræði, ferðamálafræði og fiskeldis-, sjávar- og vatnalíffræði.

Samfélagið á Hólum
Háskólinn er sérhæfð menntastofnun þar sem nánd einstaklinga er mikil og boðleiðir stuttar. Háskólinn er stoltur þátttakandi í fræðastarfi íslenskra háskóla og leggur sig fram um að auka auð íslensks samfélags með fjölbreyttri kennslu, góðum tengslum við atvinnulífið og öflugu fjölþjóðlegu rannsóknasamstarfi.