Karfan er tóm.
- Háskólinn
- Starfsfólk
- Inspera
- Nám
- Ferðamáladeild
- Fiskeldis- og fiskalíffræðideild
- Hestafræðideild
- Hagnýtar upplýsingar
- Rannsóknir
- Vefverslun
Karfan er tóm.
Fjölmiðlakonan og reiðkennarinn Telma Tómasson hefur verið gestakennari við hestafræðideild Háskólans á Hólum síðustu daga. Telma útskrifaðist sem reiðkennari frá Hólum árið 2013 og hefur síðan þá fengist við fjölmörg verkefni tengd hestum, ekki síst í fjölmiðlum.
Núna voru það 3. árs nemendur sem fengu að njóta hennar faglegu leiðsagnar í verkefni um gerð stafræns reiðkennsluefnis í námskeiðinu Reiðkennslufræði V.
Reiðkennaraefnin lærðu bæði tæknileg og hugleg atriði við gerð myndbanda fyrir kennslu, sýnikennslu, kynningu eða annað efni sem hægt er að setja fram í myndrænu formi. Framtíðar reiðkennarar munu í auknum mæli styðjast við myndmiðla og stafrænt form í framsetningu sinni og erum við þakklát fyrir að fá fagmann í fjölmiðlun og hestamennsku eins og Telmu til að kenna nemendum okkar á Hólum.