Karfan er tóm.
- Háskólinn
- Starfsfólk
- Inspera
- Nám
- Ferðamáladeild
- Fiskeldis- og fiskalíffræðideild
- Hestafræðideild
- Hagnýtar upplýsingar
- Rannsóknir
- Vefverslun
Karfan er tóm.
Ferðamáladeild hefur ráðið Áskel Heiðar Ásgeirsson í fullt starf við deildina. Áskell Heiðar hefur fjölþættan bakgrunn sem mun nýtast vel við verkefni á sviði kennslu, rannsókna og stjórnunar í viðburðastjórnun og ferðamálafræði.
Áskell Heiðar hefur víðtæka reynslu af skipulagningu og stjórnun viðburða. Má þar nefna að hann var meðal stofenda tónlistarhátíðarinnar Bræðslunnar á Borgarfirði eystri og hefur stýrt hátíðinni allar götur síðan. Hann var framkvæmdastjóri Landsmóts hestamanna bæði á Hólum 2016 og í Reykjavík 2018. Hann starfaði síðast sem framkvæmdastjóri Sýndarveruleika ehf og sýningarinnar 1238 - Baráttan um Ísland. Hann var um langt skeið sviðsstjóri markaðs- og þróunarsviðs Sveitarfélagsins Skagafjarðar og hefur m.a. starfað hjá þróunarsviði Byggðastofnunar og sem verkefnastjóri hjá Markaðsstofu ferðamála á Norðurlandi.
Áskell Heiðar hefur um árabil verið stundakennari bæði við Háskólann á Hólum og Háskóla Íslands. Hann er með meistaragráðu í ferðamálafræði með áherslu á viðburðastjórnun frá Háskólanum á Hólum í samstarfi við Leeds Metropolitan University í Bretlandi og Diplómu í opinberri stjórnsýslu frá Háskóla Íslands.
Háskólinn á Hólum býður Áskel Heiðar hjartanlega velkominn til starfa og fagnar þessum nýfengna liðsauka í starfsmannahóp skólans.