Karfan er tóm.
- Háskólinn
- Starfsfólk
- Inspera
- Nám
- Ferðamáladeild
- Fiskeldis- og fiskalíffræðideild
- Hestafræðideild
- Hagnýtar upplýsingar
- Rannsóknir
- Vefverslun
Karfan er tóm.
Á uppskeruhátíð Hrossaræktarsambands Skagfirðinga sem haldin var í Tjarnarbæ þann 13. desember síðastliðinn voru félagar í sambandinu verðlaunaðir fyrir góðan árangur í hrossarækt á árinu 2022. Mikill kraftur er í hrossarækt í héraðinu og fjöldi hrossaræktarbúa og einstaklinga með magnaðan árangur.
Hólaskóli var eitt af þremur búum sem tilnefnt var sem hrossaræktarbú ársins. Hin búin voru Þúfur og Hestklettur. Það var svo Þúfur sem hlaut titilinn með afburða árangur og yfirburði þetta árið. Það má til gamans geta þess að yfirreiðkennari Háskólans á Hólum, Mette Mannseth ásamt manni sínum Gísla Gíslasyni, stendur að ræktuninni á Þúfum. Á bakvið ræktunarnafnið Hestklett (sem er örnefni sem finnst á jörðinni Flatatungu á Kjálka) stendur annar reiðkennari Háskólans á Hólum, Þórarinn Eymundsson ásamt sinni konu Sigríði Gunnarsdóttur.
Ræktunin á Hólum er gamalgróin og mikilvæg fyrir skólastarfið og er að skila hrossum sem nýtast vel í kennslunni. Gæði skólahestanna er sífellt að batna eins og kom til dæmis vel fram á jólasýningu 2 árs nema nú í desember. Hrossin sem stóðu að baki tilnefningu Hóla eru Seiður, Staka, Sena, Elding, Rjúpa, Fjöl og Sýn og eiga öll ættir að rekja til Þráar frá Hólum.
Alsystkinin Staka og Seiður, bæði ræktuð á Hólum og kennd við staðinn, hlutu einnig verðlaun sem einstaklingar. Þau eru bæði miklir gæðingar og eru undan heiðursverðlaunahrossunum Ösp frá Hólum og Trymbli frá Stóra-Ási. Staka var efsta hryssan í flokki 6 vetra hryssna og Seiður var þriðji í flokki stóðhesta 7 vetra og eldri á uppskeruhátíðinni.
Háskólinn á Hólum óskar öllum verðlaunahöfum HSS til hamingju með árangurinn.