Karfan er tóm.
- Háskólinn
- Starfsfólk
- Inspera
- Nám
- Ferðamáladeild
- Fiskeldis- og fiskalíffræðideild
- Hestafræðideild
- Hagnýtar upplýsingar
- Rannsóknir
- Vefverslun
Karfan er tóm.
Samtalsvettvangur um framtíðarsýn í fiskeldi fór fram á vegum háskólans á Hólum, háskólans á Akureyri og fisktækniskólans á Íslandi í vikunni sem leið. Ráðstefnan fór fram á Grand hótel í framhaldi af alþjóðlegum fundi samstarfsaðila í Bridges verkefninu frá Norðurlöndunum.
Bridges verkefnið, sem Háskólinn á Hólum er aðili að, hefur það að meginmarkmiði að efla menntun í fiskeldi í Evrópu með því að gera skólastofnanir að miðstöðvum þekkingar, efla tengsl við iðnaðinn og stuðla að skólaþróun í formi aukins verknáms og stafrænnar miðlunar.
Þáttakendur í verkefninu eru aðilar úr menntageiranum og fiskeldisiðnaðinum frá Íslandi, Noregi, Finnlandi og Svíþjóð. Komu þessir aðilar saman til fundarhalda og vettvangsferða í upphafi vikunnar. Meginviðfangsefni fundana að þessu sinni var sú vinna sem staðið hefur yfir við samræmingu og endurskoðun námsskráa og hæfniviðmiða, en sú vinna mun í framtíðinni gefa öðrum menntastofnunum í Evrópu kost á að byggja sínar námsleiðir á þeim norrænu.
Í vikulok var svo blásið til ráðstefnu þar sem stefnt var saman fólki úr menntageiranum, iðnaðinum, ráðuneytum, sendiráðum og öðrum aðilum með beina og óbeina tengingu við fagið, bæði frá Íslandi og hinum norðurlöndunum. Að sögn Ástríðar Einarsdóttur, eins af skipuleggjendum ráðstefnunnar mæltist hún afar vel fyrir af þátttakendum. Þar með þótti gefast afar kærkomið tækifæri til að ráða ráðum, mynda tengslanet og kynnast því sem gert er á sviði menntunar í fiskeldi.