Karfan er tóm.
- Háskólinn
- Starfsfólk
- Inspera
- Nám
- Ferðamáladeild
- Fiskeldis- og fiskalíffræðideild
- Hestafræðideild
- Hagnýtar upplýsingar
- Rannsóknir
- Vefverslun
Karfan er tóm.
Verkefnisstjórn samtarfsnets opinberu háskólanna kom saman í síðustu viku á Hvanneyri. Ragnheiður Þórarinsdóttir, rektor Landbúnaðarháskóla Íslands, tók á móti félögum sínum í verkefnisstjórninni í glæsilegum húsakynnum skólans og kynnti m.a. áherslur í starfi LbhÍ 2019-2024. Í lok fundar var boðið til kynnisferðar um háskólasvæðið og einstaka náttúru þess. Hvanneyri er innan eins af sex svokölluðum Ramsarsvæðum á Íslandi, sem eru alþjóðleg friðlönd fugla og votlendis.
Á dagskrá voru einnig staða og framtíðarþróun Uglunnar, samstarf um nemandakannanir og fjárhagur samstarfsnetsins svo eitthvað sé nefnt. Hólmfríður Sveinsdóttir, rektor Háskólans á Hólum, sat sinn fyrsta fund en hún tók nýverið við sem rektor skólans.
Samstarf opinberu háskólanna hófst með formlegum hætti 2010 en samstarfsnetinu voru sett þau markmið frá upphafi að efla háskólana, kennslu og rannsóknir þeirra, auka hagkvæmni í rekstri og að tryggja háskólastarfsemi víða á landinu. Samstarfið er margþætt. Uglan er sameiginlegt nemendakerfi þeirra og eiga skólarnir í fjölbreyttu samstarfi á sviði kennslu-, gæða- og upplýsingatæknimála. Þeir eiga einnig í samstarfi um akademískt mat, standa saman að nemendakönnunum sem tengist gæðastarfi háskólanna, standa að Kennsluakademíu opinberu háskólanna, deila starfi persónuverndarfulltrúa, námsráðgjafa og þá eiga nemendur skólanna kost að gestanámi með því að taka námskeið við aðra opinbera háskóla. Samstarf skólanna hefur aukist á undanförnum árum og á fundinum í vikunni var m.a. rætt um enn frekari eflingu samstarfsins.