Karfan er tóm.
- Háskólinn
- Starfsfólk
- Inspera
- Nám
- Ferðamáladeild
- Fiskeldis- og fiskalíffræðideild
- Hestafræðideild
- Hagnýtar upplýsingar
- Rannsóknir
- Vefverslun
Karfan er tóm.
Fyrr í dag var brautskráningarathöfn Háskólans á Hólum, athöfnin var haldin í Sögusetri íslenska hestsins. Ellefu nemendur brautskráðust að þessu sinni. Frá Ferðamáladeild brautskráðust fimm einstaklingar, tveir með diplómu í viðburðastjórnun, tveir með diplómu í ferðamálafræði og einn með MA gráðu í Ferðamálafræði. Frá Fiskeldis- og fiskalíffræðideild brautskráðust fimm einstaklingar, allir með diplómu í fiskeldsfræðum.
Frá Hestafræðideild brautskráðist einn einstaklingur, með diplómu í reiðmennsku og reiðkennslu - tamningapróf.
Ávörp fluttu Hólmfríður Sveinsdóttir rektor og nýbrautskráður meistaranemi Deisi Trindade Maricato og fulltrúi nemenda.
Athöfnin var gleðistund enda höfðu flestir nemendurnir lagt stund á nám við mjög krefjandi aðstæður þegar samkomutakmarkanir og samkomubönn voru tíð á þessu tímabili.
Um tónlistarflutning við athöfnina sá Eysteinn Guðbrandsson.
Að athöfn lokinni bauð háskólinn nýbrautskráðum Hólamönnum, aðstandendum og starfsfólki til veglegrar veislu sem Kaffi Hólar sáu um.
Við óskum öllum nemendunum sem brautskráðust og fjölskyldum þeirra í dag hjartanlega til hamingju!