Karfan er tóm.
- Háskólinn
- Starfsfólk
- Inspera
- Nám
- Ferðamáladeild
- Fiskeldis- og fiskalíffræðideild
- Hestafræðideild
- Hagnýtar upplýsingar
- Rannsóknir
- Vefverslun
Karfan er tóm.
Reiðsýning brautarskráningarkandídata í reiðmennsku og reiðkennslu fór fram á aðalreiðvelli Háskólans á Hólum laugardaginn 21. maí. Þetta er mikil hátíð og jafnframt óður nemenda skólans til hestsins.
Nemendur sýndu í reiðsýningunni hluta af þeim hestum sem þau hafa unnið með í náminu og þá sérstaklega þá hesta sem þau voru með á lokaári námsins við skólann. Einnig eru sýnd nokkur af helstu prófum sem nemendur hafa þreytt í náminu. Í augum flestra sem til þekkja markar reiðsýningin lokapunktinn í náminu við hestafræðideildina og stundin,
þegar væntanlegir reiðkennarar klæðast bláa jakkanum í lok sýningar er stór stund fyrir nemendurna enda fjölmenna fjölskyldur og vinir nemendanna heim að Hólum til að fagna með sínu fólki.
Að þessu sinni munu 15 kandídatar brautarskrást í reiðmennsku og reiðkennslu þann 10. júní næstkomandi.
Við þetta tækifæri tíðkast að veita tvenns konar viðurkenningar: FT skjöldinn fyrir bestann árangur í lokaverkefni í reiðmennsku hlaut að þessu sinni, Vera Evi Schneidershen.
Morgunblaðshnakkinn fyrir besta samanlegðan árangur í reiðmennsku námskeiðum yfir öll þrjú árin – þar var gríðarlega mjótt á munum en Birta Ingadóttir var þar hlutskörpust.
Við erum afar stolt af útskriftarkandídötunum okkar og óskum þeim velfarnaðar í framtíðinni.
Brautskráning nemenda frá öllum deildum skólans fer síðan fram við hátíðlega athöfn í Menningarhúsinu Miðgarði í Varmahlíð, föstudaginn 10. júní nk.
Hægt er að horfa á reiðsýninguna með því að smella á slóðina https://youtu.be/VBRdZp5zwDc