Karfan er tóm.
- Háskólinn
- Starfsfólk
- Inspera
- Nám
- Ferðamáladeild
- Fiskeldis- og fiskalíffræðideild
- Hestafræðideild
- Hagnýtar upplýsingar
- Rannsóknir
- Vefverslun
Karfan er tóm.
Fyrsta ári í ferðamálafræði lýkur með staðarlotu heima á Hólum. Að þessu sinni fóru nemendur í vettvangsferð um Skagafjörð ásamt sínum kennurum og fengu leiðsögn og fræðslu um jarðfræði og náttúru svæðisins. Seinni hluta vikunnar var verkleg kennsla í göngustígagerð og unnu nemendur að lagfæringu göngustíga
í Hólaskógi. Hingað til hefur skógurinn verið vettvangur margvíslegrar útikennslu á öllum námsleiðum Ferðamáladeildar. Að þessu sinni var einnig unnið að samstarfsverkefni með Grunnskólanum á Hólum þar sem þessi tvö skólastig nýttu skóginn í sameiginlegt verkefni um útikennslu.
Fyrir neðan eru nokkrar myndir af kennara námskeiðsins og nemendahópnum sem vann að göngustígnum.