Karfan er tóm.
- Háskólinn
- Starfsfólk
- Inspera
- Nám
- Ferðamáladeild
- Fiskeldis- og fiskalíffræðideild
- Hestafræðideild
- Hagnýtar upplýsingar
- Rannsóknir
- Vefverslun
Karfan er tóm.
Háskólinn á Hólum auglýsir eftir starfsmanni á skólabú Hestafræðideildar.
Um framtíðarstarf er að ræða í 100% stöðu. Æskilegt er að starfsmaður geti hafið störf fljótlega.
Hestafræðideild háskólans veitir fagmenntun á sviði hestafræða, tamninga, reiðmennsku og reiðkennslu og vinnur að þróun og nýsköpun fræðasviðsins í rannsóknastarfi.
Starfssvið
• Umhirða hesta og bústörf.
• Vinna með nemendum og starfsfólki.
• Almennt viðhald.
Menntunar- og hæfnikröfur
• Reynsla af umhirðu hesta og almennum bústörfum æskileg.
• Góð hæfni í mannlegum samskiptum og samvinnu.
• Vinnuvélaréttindi og dráttavélapróf er kostur
Launakjör eru skv. kjarasamningi fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélags. Um starfskjör, réttindi og skyldur gilda að öðru leyti lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins nr. 70/1996.
Umsóknarfrestur um starfið er til og með 9. maí 2022.
Sótt er um starfið á starfatorg.is
Nánari upplýsingar veitir Sveinn Ragnarsson deildarstjóri Hestafræðideildar í síma 861-1128 eða í netfanginu sveinn@holar.is
Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.
Hólar er fjölskylduvænt samfélag og að staðnum er leik-og grunnskóli. Húsnæði er í boði á staðnum.