Karfan er tóm.
- Háskólinn
- Starfsfólk
- Inspera
- Nám
- Ferðamáladeild
- Fiskeldis- og fiskalíffræðideild
- Hestafræðideild
- Hagnýtar upplýsingar
- Rannsóknir
- Vefverslun
Karfan er tóm.
Fyrr á þessu ári hlaut Anna Guðrún Þórhallsdóttir prófessor við ferðamáladeild Háskólans á Hólum styrk frá Rannís til þriggja ára rannsóknar á graslendi, kolefni og loftslagi sem ber heitið ExGraze. Verkefnið er unnið í samstarfi við Rene van der Wal prófessor við Landbúnaðarháskólann í Svíþjóð, Richard Bardgett prófessor við Háskólann í Manchester, Áslaugu Geirsdóttur prófessor við Háskóla Íslands og fleiri innlenda aðila.
Í verkefninu er m.a. rýnt í kolefnisbúskap jarðvegs og hver eru áhrif mismunandi landnýtingar á upptöku og uppsöfnun kolefnis í jarðvegi. Gert er ráð fyrir að verkefnið og niðurstöður þess geti nýst með fjölbreytilegum hætti í tengslum við loftslagsmál og landnýtingu í landbúnaði og ferðaþjónustu.
Í nýútkomnu tölublaði Bændablaðsins 29. apríl bls. 58 fjallar Anna Guðrún um tengslin milli graslendis, kolefnis og loftslags og veltir þar upp mikilvægum spurningum um kosti og galla mismunandi landnýtingar.
Einnig er þar óskað eftir samstarfi við landeigendur um aðstoð við að kortleggja möguleg rannsóknasvæði þar sem um er að ræða annarsvegar friðað land og hins vegar land í nýtingu sitt hvoru megin girðingar. Friðunarsaga landsins þarf að vera þekkt. Áhugasömum er bent á að hafa samband við Ráðgjafamiðstöð Landbúnaðarins sem sér um öflun þessara upplýsinga.