Karfan er tóm.
- Háskólinn
- Starfsfólk
- Inspera
- Nám
- Ferðamáladeild
- Fiskeldis- og fiskalíffræðideild
- Hestafræðideild
- Hagnýtar upplýsingar
- Rannsóknir
- Vefverslun
Karfan er tóm.
Í dag var brautskráningarathöfn Háskólans á Hólum haldin í Menningarhúsinu Miðgarði í Varmahlíð.
Frá skólanum brautskráðust einstaklingar frá fimm þjóðlöndum. Auk Íslands voru nemendur frá Danmörku, Þýskalandi, Portúgal og Ungverjalandi. Að loknu ávarpi rektors, Hólmfríðar Sveinsdóttur flutti Ragna Guðrún Snorradóttir ávarp brautskráningarnema. Tónlistarflutningur var í höndum Eysteins Guðbrandssonar og Róberts Smára Gunnarssonar. Kaffiveitingar eftir athöfn voru í höndum Kaffi Hólar.
Lára Gunndís Magnúsdóttir, kennslustjóri stýrði athöfninni.
Að þessu sinni brautskráðust 25 einstaklingar frá Ferðamáladeild, tólf með Diplómu í viðburðastjórnun, sjö með BA gráðu í stjórnun ferðaþjónustu og móttöku gesta og sex með BA gráðu í ferðamálafræði. Veittar voru tvær viðurkenningar fyrir námsárangur hjá Ferðamáladeild, til Magneu Láru Elínardótturr fyrir hæstu meðaleinkunn í BA í Ferðamálafræði og til Huldu Maríu Þorláksdóttur fyrir hæstu meðaleinkunn í Diplómunámi í Viðburðastjórnun.
Frá Fiskeldis- og fiskalíffræðideild brautskráðust fimm nemendur, fjórir með diplómu í fiskeldsfræðum og einn með MS gráðu í sjávar- og vatnalíffræði.
Frá Hestafræðideild brautskráðust 15 kandídatar með BS í reiðmennsku og reiðkennslu.
Við brautskráninguna veitti Hestafræðideildin tvær viðurkenningar, annars vegar fyrir bestan samanlagðan árangur í reiðkennslufræðum og hins vegar fyrir hæstu meðaleinkunn á BS-prófi í reiðmennsku og reiðkennslu. Í ár var það Sigríður Vaka Víkingsdóttir, sem hlaut báðar þessar viðurkenningar.
Við óskum öllum nemendunum sem brautskráðust og fjölskyldum þeirra í dag hjartanlega til hamingju!
Áhugasamir um nám hjá Háskólanum á Hólum mega hafa samband í netfangið holar@holar.is
Myndir frá brautskráningunni eru teknar af Ingunni Ingólfsdóttur.