Reiðnámskeið - fimi og flæði

Nemendur á 2. ári við Hestafræðideild Háskólans á Hólum munu bjóða upp á almennt reiðnámskeið í Svaðastaðahöll á Sauðárkróki. Námskeiðið hefst þriðjudaginn 23. febrúar nk. Kennt verður í 4-5 manna hópum, hver tími er 50 mín. kl.17-22.
Kennslan skiptist í 6 verklega tíma og 2 bóklega.
Dagsetningar námskeiðsins eru 23. og 24. feb og 4., 9., 17. og 18. mars.
 
Reiðnámskeiðið er opið öllum knöpum eldri en 14 ára.
Nemendur koma með eigin hest og búnað.
Frítt er fyrir félagsmenn hestamannafélagsins Skagfirðing en kostar 5.000 kr. fyrir aðra.
Miðað er við 4-5 nemendur saman í hóp.
 
Skráningar berist til Völu á netfangið vasi@mail.holar.is eða
Thelmu í síma 698-9547.