Allir háskólar landsins kynna námsframboð sitt stafrænt 27. febrúar

Undanfarin ár hefur Háskóladagurinn verið haldinn í Reykjavík en vegna Covid-19 var ákveðið var að halda Háskóladaginn stafrænt. Að því tilefni var vefur dagsins uppfærður og útbúin öflug leitarvél sem veitir upplýsingar um allt grunnnám við íslenska háskóla.

Háskólinn á Hólum mun bjóða upp á Zoom-fundi fyrir allar námsleiðir í grunn- og framhaldsnámi. Þar geta áhugasamir spjallað og spurt um allt er viðkemur náminu. Einnig er hér kynningarbæklingur á rafrænu formi.

Hlekki á Zoom fundina má finna á vefsíðu hverrar námsleiðar.

Þar að auki verður hægt að fara á Zoom fund með Náms- og starfsráðgjafa skólans.
Ekki missa af þessu einstaka tækifæri og kynntu þér allt háskólanám á Íslandi á haskoldagurinn.is

Stafræni Háskóladagurinn á Facebook