MA í útivistarfræðum

MA nám í útivistarfræðum er 120 ECTS eininga hagnýtt meistaranám sem fer fram í þremur löndum; Íslandi, Noregi og Svíþjóð. Nemendur ljúka námi með 30 ECTS eininga meistara ritgerð.
Námið miðar að því að mæta aukinni eftirspurn atvinnulífsins fyrir fólk sem hefur þekkingu á þeim tækifærum sem felast í útivist s.s. við kennslu, íþróttaþjálfun og þróun margvíslegrar þjónustu t.d. ferðaþjónustu. Námið hentar vel fyrir kennara, íþróttaþjálfara, ferðaþjónustuaðila og aðra þá sem vilja nýta útivist í sínu starfi.
Í náminu er lögð áhersla á að nemendur kynnist af eigin raun útivist og tækifærum í tengslum við hana í löndunum þremur sem að náminu standa. Meðal annars er 10 ECTS eininga verknám á Íslandi hluti af náminu.
Nemendur dvelja eina önn í hverju af samstarfslöndunum. Við ritun MA ritgerðar velja nemendur sér búsetu.

Að náminu standa eftirfarandi háskólar:
Háskólinn á Hólum
The Swedish School of Sport and Health Sciences
Norwegian School of Sport Sciences
University of South East Norway

Innritun í námið fer fram hjá Háskólanum í Suðaustur-Noregi en nánari upplýsingar um námið má finna á vefsíðu þeirra usn.no
Umsóknarfrestur er til 15. apríl

Þú getur skoðað skipulag námsins í Uglu, kennsluvef háskólans.

 


20. júní 2022. Frétt okkar um fyrstu nemendurna sem brautskráðir eru með meistaragráðu í útivistarfræðum, sjá hér
28. sept. 2021 Umfjöllun um Meistaranám í Útivistarfræðum á sjónvarpsstöðinni N4