Fiskeldis- og fiskalíffræðideild

Gæði, vísindi, hagnýtt gildi - framtíðin!

Fiskeldis- og fiskalíffræðideild Háskólans á Hólum er alþjóðleg miðstöð rannsókna og kennslu í sjávar- og vatnalíffræði, fiskeldi og fiskalíffræði. Deildin stuðlar að faglegri uppbyggingu fiskeldis í anda sjálfbærrar þróunar og kemur víða að þróunarstarfi á sínum fræðasviðum.

Fiskeldis- og fiskalíffræðideild á í formlegu samstarfi um kennslu og rannsóknir við fjölda háskóla og rannsóknastofnana bæði hérlendis og erlendis. Nemendur taka virkan þátt í fjölbreyttum rannsóknar- og þróunarverkefnum sem sérfræðingar deildarinnar vinna að og fá þannig að kynnast af eigin raun nýjungum og verklagi.

Deildarstjóri er Camille Anna-Lisa Leblanc.

Fiskeldis- og fiskalíffræðideild Háskólans á Hólum býður upp á fjölbreytt nám tengt fiskeldi, nýtingu auðlinda og sjávar og vatnalíffræði. Auk þess leiðbeina sérfræðingar deildarinnar fjölmörgum doktorsnemum, sem skráðir eru við aðra háskóla, og leiðbeina fjölda erlendra nemenda í tímabundnu rannsóknaverknámi. Í námi og kennslu við Fiskeldis- og fiskalíffræðideild er lögð áhersla á mikil og góð tengsl við atvinnulífið, sem og aðrar mennta- og fræðslustofnanir hérlendis og erlendis, og jafnframt á öfluga tengingu náms og rannsókna.

Aðgangsviðmið fyrir Fiskeldis- og fiskalíffræðideild

Námsleiðir:

Skipulag skólastarfsins og staðarlotur hjá deildinni:

Staðbundnar lotur, skólaárið 2023 - 2024

Staðbundnar lotur, skólaárið 2024 - 2025