Siðareglur

Siðareglur þessar eru samþykktar af háskólaráði, í nafni háskólasamfélagsins. Með skráningu þeirra eru fangaðir í orð helstu þættir þeirrar siðferðilegu ábyrgðar sem er samofin störfum við Háskólann á Hólum. Störf innan Háskólans á Hólum miða að því, hvert með sínum hætti, að lögbundnu hlutverki hans verði sem best sinnt, en samkvæmt lögum um opinbera háskóla 85/2008 með áorðnum breytingum er Hólaskóli vísindaleg fræðslu- og rannsóknastofnun á háskólastigi sem veitir nemendum sínum fræðslu og vísindalega þjálfun er miðast við að þeir geti tekið að sér sérfræði- og rannsóknastörf á sérsviðum skólans.

Siðareglur fyrir Háskólann á Hólum
Samþykktar 12. maí 2014.