Ýmsir viðburðir framundan | Háskólinn á Hólum

Ýmsir viðburðir framundan

Það verður ýmislegt um að vera heima á Hólum á næstu dögum. Allir viðburðirninr eru opnir, og í flestum tilvikum ókeypis, án skráningar.

10. maí kl 13:00
Meistaravörn í sjávar- og vatnalíffræði.

Eva Dögg Jóhannesdóttir:
Sea lice infestation on wild salmonids in the southern part of the Icelandic Westfjords.
Vörnin hefst með opnum fyrirlestri, í stofu 302. Allir velkomnir.

15. maí kl. 09:00 
Málstofa á vegum Ferðamáladeildar. 

Vísindasamfélagið og rannsóknir dagsins í dag - sjá dagskrá.
Aðgangur ókeypis, allir velkomnir.

15. maí kl. 15:30
Meistaravörn í ferðamálafræði.

Ásdís Helga Bjarnadóttir:
Upplifun af fræðslutengdum viðburðum, með skírskotun til ferðaþjónustu á Fljótsdalshéraði og í Fljótsdal.
Vörnin hefst með opnum fyrirlestri, í stofu 302. Allir velkomnir.

16. og 17. maí:
13. ráðstefnan um íslenska þjóðfélagið: Er þjóðarbúið sjálfbært og þjóðarheimilið blessað? 

Hnattrænar breytingar á veðurfari, minnkandi líffræðilegur fjölbreytileiki, ójöfnuður og ofneysla samfara miklum fólksflutningum ógna vistkerfum, efnahagslegum og samfélagslegum stöðugleika.  Saga Íslands er saga um óstöðugt efnahagslíf í ægifagurri en viðkvæmri náttúru. Menningarheimar mætast,  íslensk menning hefur verið álitin óþrjótandi auðlind og orðið útflutningsvara, en hvernig þróast hún á tímum alþjóðavæðingar? Spurningar vakna um þau gildi, sem byggt er á og þá mælikvarða sem lagðir eru til grundvallar ákvörðunum einstaklinga og samfélaga. Það er því tímabært að spyrja: Er þjóðarbúið sjálfbært og þjóðarheimilið blessað? 
Lykilfyrirlesarar eru Svein Harald Øygard hagfræðingur frá Noregi og Sólveig Anna Bóasdóttir prófessor í guðfræðilegri siðfræði við Háskóla Íslands.
Dagskrá ráðstefnunnar, sem er öllum opin, má nálgast hér.
Skráning fer fram á booking@holar.is og ráðstefnugjald er kr. 6.000.

18. maí:
Reiðsýning brautskráningarnema frá Hestafræðideild.
 
Nemendur sem nú ljúka BS-prófi í reiðmennsku og reiðkennslu sýna brot af því sem þeir hafa lært síðustu þrjú árin, og klæðast að lokum einkennisjakka FT - bláum jakka með rauðum kraga. Reiðsýningin er felld inn í dagskrá hestaíþróttamóts UMSS og Skagfirðings, og hefst væntanlega upp úr kl. 13. 
 
Verið ávallt velkomin heim að Hólum.
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is