Vísindi og grautur: Viðhorf fólks gagnvart torfhúsaarfi þjóðarinnar | Háskólinn á Hólum

Vísindi og grautur: Viðhorf fólks gagnvart torfhúsaarfi þjóðarinnar

Vísindi og grautur er fyrirlestraröð sem haldin er á hverjum vetri á vegum Ferðamáladeildar Háskólans á Hólum. Vegna Covid-19 þá er fyrirlestraröðin flutt á Zoom í vetur og er því aðgengileg öllum áhugasömum. Óskað er eftir því að áhugasamir skrái sig inn á fundinn í síðasta lagi 1.desember til að hægt sé að senda viðkomandi Zoom-slóð, það er hægt með því að fara inn á slóðina:https://forms.gle/uy7CQWwYh3cDxFtP7
 
Annað erindi vetrarins verður haldið miðvikudaginn 2. desember næstkomandi kl: 13:00-14:00. Í erindinu mun Sigríður Sigurðardóttir fjalla um niðurstöður rannsóknar um viðhorf fólks gagnvart torfhúsaarfi þjóðarinnar, hvaða sess torfhús hafa í hugum heimamanna og viðbrögð erlendra gesta gagnvart þeim. 
Sigríður er aðjúnkt við Háskólann á Hólum og vann rannsóknina í samstarfi við Þjóðminjasafn Íslands, Minjastofnun Íslands, Rannsóknarmiðstöð ferðamála og Byggðasafn Skagfirðinga. Byggðarannsóknarsjóður Byggðastofnunar styrkti rannsóknina. Niðurstöður rannsóknarinnar hafa verið birtar í tveimur skýrslum: I Viðhorf til nytja og minjagildis torfbygginga og II  Viðhorf til torfbygginga í ferðaþjónustu sem hægt er að nálgast á vefsíðu skólans. Efni þriðju skýrslunnar III Gestadómur um torfbæi verður einnig kynnt í erindinu.
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is