Vísindi og grautur | Háskólinn á Hólum

Vísindi og grautur

Katrín Harðardóttir, verkefnastjóri, Markaðsstofa Norðurlands:
 
Norðurstrandarleið (Arctic Coast Way)
 
Norðurstrandarleið er spennandi nýtt verkefni í ferðaþjónustu sem á að skapa nýtt aðdráttarafl á Norðurlandi og kynna landshlutann sem einstakan áfangastað. Ferðamannavegir eru þekktir í ferðaþjónustu víða um heim, sem tæki til þess að beina ferðamönnum eftir ákveðnum leiðum um skilgreind svæði. Norðurstrandarleið fer um alla strandlengju Norðurlands, frá Hvammstanga í vestri til Bakkafjarðar í austri. Samtals er leiðin um 900 kílómetra löng, með 21 bæjum eða þorpum og sex eyjum sem auðveldlega er að hægt að komast út í með bát eða ferju. Ferðafólk sem fer þessa leið fær tækifæri til að ná betri tengslum við náttúruna, litskrúðugt menningarlíf og einnig hið daglegt amstur þeirra sem búa í nálægð við norðurheimskautsbauginn.
 
Allir velkomnir, í stofu 202 í aðalbyggingu Háskólans á Hólum.
 
04.03.2020 - 13:00
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is