Vísindi og grautur | Háskólinn á Hólum

Vísindi og grautur

Sigþrúður Stella Jóhannsdóttir náttúrufræðingur við Náttúrustofu Norðausturlands, fyrrum þjóðgarðsvörður í Ásbyrgi og Jökulsárgljúfrum og höfundur bókarinnar Náttúrutúlkun - Handbók fræðir okkur um náttúrutúlkun út frá íslenskum aðstæðum:
 
Náttúrutúlkun fyrir ferðamenn. Ánægjuleg upplifun eða öflugt stjórntæki?

Góð náttúrutúlkun er ekki aðeins talin geta skapað ánægjulega reynslu og upplifun meðal ferðamanna, heldur er hún einnig talin vera áhrifaríkt stjórntæki náttúruverndar. Í þessum fyrirlestri verður skyggnst inn í fræðilegan bakgrunn náttúrutúlkunar og skoðað hvort náttúrutúlkun geti raunverulega haft áhrif á þekkingu, viðhorf og hegðun ferðamanna í viðkvæmri náttúru Íslands.

Erindið nýtist öllum sem vilja auka upplifun og gæði ferðaþjónustu í stuttum sem löngum náttúrutengdum ferðum.
 
Allir eru velkomnir heim að Hólum. 
 
Ath. seinkun til kl. 12:30.
 
08.05.2019 - 12:30
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is