Vísindi og grautur | Háskólinn á Hólum

Vísindi og grautur

Elísabet Ögn Jóhannsdóttir verkefnisstjóri hjá Rannsóknamiðstöð ferðamála mun flytja fyrirlestur um áfangastaða markaðssetningu og samvinnu hagsmunaaðila út frá fræðilegu sjónarhorni og í tengslum við áfangastaðinn Norðurland. Elísabet mun svo kynna niðurstöður úr meistara verkefni sínu þar sem hún og danskur samnemandi hennar rannsökuðu þátttöku og viðhorf ferðaþjónustuaðila á Norðurlandi á mörkun Norðurlands sem áfangastað. Að lokum verður svo stutt kynning á yfirstandandi samstarfsverkefni RMF og Háskólans á Hólum á áfangastaðnum Norðurlandi sem að framkvæmd er fyrir Markaðsstofu Norðurlands með stuðningi frá Eyþingi og SSNV. 

 
Elísabet Ögn útskrifaðist úr ferðamálafræði frá Háskóla Íslands árið 2016 og fjallaði BS verkefni hennar meðal annars um viðhorf skagfirskra ferðaþjónustuaðila til uppbyggingu ferðaþjónustu í Skagafirði, aðkomu sveitarfélagsins og stöðu samvinnu í greininni. Elísabet lauk síðan meistaranámi í markaðssamskiptum frá Álaborgarháskóla í Danmörku árið 2018 þar sem hún sérhæfði sig í fræðum á sviði mörkun áfangastaða (e.place branding), áfangastaða markaðssetningu og samvinnu hagsmunaaðila í ferðaþjónustu. Elísabet vinnur nú sem verkefnisstjóri við tímabundið rannsóknarverkefni sem beinist að áfangastaða markaðssetningu Norðurlands sem unnið er fyrir Markaðsstofu Norðurlands og framkvæmt af RMF og Háskólanum á Hólum.

Erindið er hluti af fyrirestraröð Ferðamáladeildar Háskólans á Hólum.

Allir velkomnir.

06.02.2019 - 13:00
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is