Vísindi og grautur 13.janúar | Háskólinn á Hólum

Vísindi og grautur 13.janúar

Þriðji fyrirlestur vetrarins en sá fyrsti á nýju ári 2021 verður haldinn miðvikudaginn 13. janúar næstkomandi kl. 13:00-14:00 Titill erindisins er Félagsfjarlægð og hlunnindi ferðaþjónustu.
Þar mun Edward H. Huijbens, prófessor í menningarlandfræði við háskólann í Wageningen Hollandi, fjalla um framtíð ferðaþjónustu eftir heimsfaraldur og velta upp mögulegum sviðsmyndum af eftirköstum aðgerða til að stemma stigu við honum. Edward mun auk þess ræða hvernig ferðalög fólks geta skapað gagnkvæman skilning, stuðlað að friði og hnattrænu samlífi og hvernig áherslan á félagslega fjarlægð í faraldrinum getur haft áhrif á þessa kosti í ferðamennsku.
Edward lauk meistara og doktorsprófi í landfræði við háskólann í Durham, Englandi 2005. Hann útskrifaðist við raunvísinda- og viðskipta og hagfræðideild HÍ áður en hann tók við Rannsóknamiðstöð ferðamála (þá Ferðamálasetur Íslands) um mitt ár 2006 samhliða akademískri stöðu við viðskiptadeild háskólans á Akureyri.
Árið 2015 sneri Edward sér alfarið að akademískum störfum og varð deildarforseti félagsvísinda og lagadeildar Háskólans á Akureyri tímabundið þar til hann flutti til Hollands í febrúar 2019. Edward hefur beint rannsóknum sínum að samspili manns og umhverfis í samhengi ferðamála með áherslu á samgöngur, landslagsupplifun og efnahagsþróun jaðarsvæða. Nýjasta bók hans Developing Earthly Attachments in the Anthropocene, kemur út hjá Routledge í apríl 2021.
 
Fyrirlesturinn verður haldinn á Zoom, á þessari slóð: https://eu01web.zoom.us/j/67579629683
 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is