Viðhorf til virkjanaframkvæmda | Háskólinn á Hólum

Viðhorf til virkjanaframkvæmda

Greinin „Hydropower and tourism in Iceland: Visitor and operator perspectives on preferred use in natural areas“ var nýlega birt á vef tímaritsins Journal of Outdoor Recreation and Tourism.

Höfundar greinarinnar eru þær Georgette Leah Burns prófessor við Griffith háskólann í Brisbane í Ástralíu og Laufey Haraldsdóttir, lektor við Ferðamáladeild Háskólans á Hólum. Greinin byggir á rannsókn þeirra Leah og Laufeyjar frá 2015 á viðhorfi ferðamanna og ferðaþjónustuaðila í Skagafirði, til fyrirhugaðra virkjanaframkvæmda í jökulsám Skagafjarðardala. Um var að ræða hluta af viðamikilli rannsókn  um virkjanir og ferðaþjónustu, sem framkvæmd var á landsvísu í tengslum við 3. áfanga Rammaáætlunar.
 
Tímaritið bíður prentunar, en greinina má nálgast á rafrænu formi með því að smella á titil hennar hér að ofan.

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is