Viðhorf til torfhúsa í ferðaþjónustu | Háskólinn á Hólum

Viðhorf til torfhúsa í ferðaþjónustu

Út er komin önnur skýrsla af þremur um viðhorf til torfbygginga og fjallar hún um skoðanir fólks á gildi torfhúsa í ferðaþjónustu. Höfundur skýrslnanna er Sigríður Sigurðardóttir, aðjúnkt við Ferðamáladeild HH.
 
Ferðamáladeildin fékk góðan styrk úr Byggðarannsóknarsjóði Byggðastofnunar árið 2019 til rannsóknar um nytja- og minjagildi torfhúsa á Ísland og hefur rannsóknin gefið margvíslegar upplýsingar. 
Í þessari skýrslu sem ber heitið Torfbyggingar í ferðaþjónustu, viðhorf og hugmyndir er fjallað um viðhorf fólks gagnvart notkun torfhúsa í ferðaþjónustu og möguleikana sem það sér í þeim efnum.
 
Fyrr á árinu kom út yfirlitsskýrsla sem fjallar um nytja- og minjagildi torfbygginga almennt og heitir Viðhorf til nytja- og minjagildis torfbygginga. Í henni er skoðað hvaða sess torfhús hafa fyrir landsmenn og gesti landsins og hver vilji er til að nýta þau og vernda handverkið að baki þeim. 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is