Verður Anton þjálfari ársins 2017? | Háskólinn á Hólum

Verður Anton þjálfari ársins 2017?

Á Facebook stendur nú yfir kosning á „þjálfara ársins 2017“ á vegum FEIF - alþjóðlegra samtaka um Íslandshestamennskuna. Það eru sex þjálfarar sem eru tilefndir af samtökum hestamanna í sínu heimalandi, er keppa um titilinn.

Anton Páll Níelsson, reiðkennari við Hestafræðideild Háskólans á Hólum, er fulltrúi Íslands og er hann eini karlmaðurinn í hópnum. Aðrir knapar er hafa hlotið tilnefningu eru Anna Sofie Nielsen frá Danmörku, Sirpa Brumpton frá Finnlandi, Alexandra Dannenmann frá Bandaríkjunum, Lisa Drath frá Þýskalandi og Sandra Scherrer frá Sviss. 

Nánar má lesa um kosninguna og þjálfarana sex, hér á netinu.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is