Þrír opnir fyrirlestrar þessa viku

Við vekjum athygli á að þessa viku er boðið upp á þrjá opna fyrirlestra, á vegum Háskólans á Hólum.

Í dag, miðvikudaginn 27. september kl. 15:30, flytur Outi Kähkönen, lektor við Matkailualan tutkimus - ja koulutusinstituutti (MTI), Multidimensional Tourism Institute (MTI), Lapin ammattikorkeakoulu, (Lapland University of Applied Sciences), fyrirlestur um notkun samfélagsmiðla í markaðssetningu á viðburðum, og rekur m.a. finnsk dæmi um slíkt. Þetta er liður í opinni fyrirlestraröð Ferðamáladeildar, undir yfirskriftinni Vísindi og grautur. en í henni er fjallað um hin ýmsu viðfangsefni er tengjast ferðamálum, viðburðastjórnun eða skyldum málefnum.

Hugðarefni og sérfræðiþekking hennar Outi nær til fleiri sviða, og annað kvöld, fimmtudaginn 28. september kl. 20:00, mun hún fjalla um velferð hrossa sem notuð eru í ferðaþjónustu. Erindið ætti að höfða til allra áhugamanna um hesta og hestamennsku. Ekki þó síst þeirra sem tengjast hestaferðaþjónustu með einum eða öðrum hætti eða ferðast sjálfir á hestum.

Fyrirlestrar Outi, em verða fluttir á ensku, verða í stofu 302 heima á Hólum, allir velkomnir.

Fiskeldis- og fiskalíffræðideild stendur fyrir „föstudagsfyrirlestrum“, sem haldnir eru í Verinu á Sauðárkróki, á föstudögum kl. 9:00. Að þessu sinni heldur Tony Ives, frá University of Wisconsin, erindi um rannsóknir sínar í og við Mývatn. Yfirskriftin er „Booms and busts in the midges of Mývatn“ og fyrirlesturinn verður fluttur á ensku. Allir velkomnir, kaffi og kökur á eftir.

Að lokum má minna á fræðafundi Guðbrandsstofnunar, í Auðunarstofu annan hvern þriðjudag í vetur:

DAgskrá Fræðafunda

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is