Þorvaldur Árnason með fræðslufund

Við vekjum athygli á fræðslufundi á vegum Hestafræðideildar, nú á miðvikudagskvöldið, 25. október.

Dr. Þorvaldur Árnason prófessor, sem einnig er kunnur skeiðknapi, mun þá spjalla við viðstadda, um skeið og þjálfun þess.

Fundurinn verður í stofu 302 í aðalbyggingu Hólaskóla.

Allir velkomnir.

23. október 2017. Mynd fengin af vef Gneista.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is