Þátttaka í ráðstefnu í Rúmeníu

Nýlega tóku þau Agnes-Katharina Kreiling, doktorsnemi,  Bjarni K. Kristjánsson, prófessor og Doriane Combot þátt í ABIC ráðstefnunni í Sibiu í Rúmeníu.
 
Á ráðstefnunni var fjallað um fjölbreytileika í lífríki vatna og sjávar. Þarna komu vísindamenn frá fjölmörgum löndum saman til að ræða viðfangsefnið. Þátttakendurnir frá Íslandi voru allir með fyrirlestra á ráðstefnunni, auk þess sem að Agnes-Katharina var einnig þar með veggspjald. Að erindum okkar fólks var gerður góður rómur.
 
Auk þess að ræða vísindin, fræddust þau um fjölbreytta menningu og náttúrufar Rúmeníu.
 
17. október 2017. Bjarni K. Kristjánsson.
 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is