Syndin í tíma og ótíma - málþing í Auðunarstofu | Háskólinn á Hólum

Syndin í tíma og ótíma - málþing í Auðunarstofu

Guðbrandsstofnun og Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum boða til málþings í Auðunarstofu, 24. - 25. nóvember.
 
Syndin er vel þekkt stef í kristinni hugsun og um hana hefur verið fjallað – og er enn – frá fjölmörgum sjónarhornum, s.s. trú, heimspeki, sálarlífi og sektarvitund, lögum, ást, iðrun og ótta, í bókmenntum, listum og á fræðilegum vettvangi. Heilagur Ágústínus lagði drög að þeirri túlkun sögunnar um Adam og Evu í aldingarðinum sem gerir alla kristna menn synduga frá fæðingu og syndin átti eftir að verða viðfangsefni fjölmargra klerka, guðfræðinga, listamanna og rithöfunda um aldir. Enn eru ævisöguleg skrif Ágústínusar og þroskasaga um baráttuna við holdið og hið illa undirstaða fjölmargra verka. Þótt syndin vilji loða við manninn í einni eða annarri mynd í vestrænni heimssýn er hún ekki ófrávíkjanlegur fylgifiskur hans. Það er t.a.m. ekkert pláss fyrir syndina í trúlausum heimi. En hvað kemur í hennar stað? Hvernig kom syndin inn í heiðinn hugarheim Íslendinga? Hvaða breytingum tók hún við siðaskiptin? Á syndin sér rætur í náttúrunni, og tengist birtingarmynd hennar í mannheimi afstöðu okkar til náttúrunnar?
 
Dagskrá
 
Laugardagur 24. nóvember
 
14:00 Kynning
 
14:15-14:45
Birna Bjarnadóttir, bókmenntafræðingur
Hugleiðing um fjarveru erfðasyndarinnar í Ólafs sögu helga.
 
14:45-15:15
Stefano Rosatti, bókmenntafræðingur
Paradís í Guðdómleik Dantes: dýrlingar, vitringar, postular og andúð þeirra á kaþólsku kirkjunni.
 
15:15-15:45
Ásdís R. Magnúsdóttir, bókmenntafræðingur
Myrkur, synd og útlegð í Grettis sögu og Sögunni um gralinn.
 
15:45-16:15 Kaffihlé
 
16:15-16:45
Solveig Lára Guðmundsdóttir, guðfræðingur
Simul justus et peccator – syndahugtakið hjá Lúther.
 
16:45-17:15
Hjalti Hugason, guðfræðingur
„Ó synd — ó syndin arga“.  Syndin og syndirnar Passíusálmum.
 
Sunnudagur 25. nóvember
 
9:00-9:30
Guðrún Kristinsdóttir, bókmenntafræðingur Syndin í frönskum harmleikjum endurreisnar: 
Cornélie (1572) eftir Robert Garnier.
 
9:30-10:00
Gísli Magnússon, bókmenntafræðingur
Dekonstruktionen af dualismen mellem godt og ondt i Jungs, Nietzsches og gnosticismens ånd i Demian af Hermann Hesse. (Afbygging tvíhyggjunnar milli góðs og ills í anda Jungs, 
Nietzsches og gnostísima í Demian eftir 
Hermann Hesse.)
 
10:00-10:30
Rebekka Þráinsdóttir, bókmenntafræðingur
Þegar hinir syndugu verða dýrlingar: Pan Apolek og íkonar hans í Riddaraliði Ísaaks 
Babels.
 
10:30-10:45 Kaffihlé
 
10:45-11:15
Auður Aðalsteinsdóttir, bókmenntafræðingur
Hamfarir og synd – í verkum eftir Gunnar Gunnarsson, Sjón og Guðrúnu Evu Mínervudóttur.
 
11:15-11:45
Skúli Skúlason, líffræðingur
Er syndin náttúruleg?
24.11.2018 - 14:00
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is