Súpufundur ferðaþjónustunnar - Jessica með innlegg | Háskólinn á Hólum

Súpufundur ferðaþjónustunnar - Jessica með innlegg

Á súpufundi ferðaþjónustunnar, sem haldinn verður á Akureyri á morgun, 18. febrúar, mun Jessica Aquino lektor við Ferðamáladeild verða með stutt erindi um verkefni sitt við Selasetur Íslands: A Community Based Approach for Sustainable and Responsible Tourism Development. 

Nánar: Óspillt náttúra er það sem helst dregur ferðamenn til Íslands. Hins vegar hefur fátt verið gert til að stýra för þeirra um landið og byggja upp viðunandi aðstöðu til náttúruskoðunar. Brýnt er að þróa náttúruskoðun á sjálfbæran og ábyrgað hátt í samráði við hagsmunaaðila víðsvegar um landið. Jessica Aquino fjallar í erindi sínu um mikilvægi þess að ferðamennskan sé samfélagslega ábyrg og þróuð í samráði við íbúa og sveitarstjórnir á hverjum stað. Erindið verður flutt á ensku.

Frekari upplýsingar um viðburðinn er á finna hér á vefnum

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is