Sumarnám 2020: Viðburðastjórnun og ferðamálafræði | Háskólinn á Hólum

Sumarnám 2020: Viðburðastjórnun og ferðamálafræði

Sumarið 2020 býður Ferðamáladeild Háskólans á Hólum upp á sumarnám í völdum námsgreinum á sviði viðburðastjórnunar og ferðamálafræði
 
Eftirfarandi námskeið eru í boði:
 
 
Um námið gildir:  
 
Umsóknarfrestur um fjarnám að sumri rennur út að kvöldi (á miðnætti) fimmtudagsins 28. maí.
Kennsla hefst 8. júní og lýkur 31. júlí.
Námskeiðin eru á grunnstigi háskólanáms (diplóma og BA).
Hvert námskeið er 6 ECTS einingar.
Öll námskeiðin eru kennd í fjarnámi. Staðbundnar lotur geta verið hluti námsins.
Umsækjendur þurfa að uppfylla lágmarkskröfur til þátttöku í háskólanámi (stúdentspróf eða sambærilegt).
  Þar sem frestur til umsókna og úrvinnslu þeirra er stuttur er mikilvægt að skila öllum tilheyrandi gögnum strax með umsókninni. 
Námskeiðin eru einingabær (ECTS) og nýtast í námsleiðum Ferðamáladeildar Háskólans á Hólum. 
  Jafnframt geta þau verið metin inn í aðra  háskóla skv. reglum viðkomandi skóla.
Nemendur sem þegar eru skráðir í opinbera háskóla hérlendis greiða ekki skráningargjöld.
  Fyrir aðra kostar skráning í hvert námskeið kr. 3000,- 
Nám á sumarönn er lánshæft hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna (LÍN).
Hægt er að taka eitt stakt námskeið eða fleiri.
Lágmarksfjöldi nemenda í hvert námskeið er 10.
 
 
Nánari upplýsingar, m.a. um tilhögun á staðbundnum lotum, má nálgast í sérstöku skjali, smellið hér.
 
Skráning fer fram í gegnum þetta eyðublað hér - í síðasta lagi 28. maí.
 
Nánari upplýsingar má fá hjá Háskólanum á Hólum, í síma 455 6300; hjá kennslusviði skólans (kennslusvid@holar.is) eða hjá deildarstjóra Ferðamáladeildar (inga@holar.is).
 
Öll fylgiskjöl varðandi skráningar sendist til kennslusvid@holar.is
 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is