Styrkveiting úr Innviðasjóði | Háskólinn á Hólum

Styrkveiting úr Innviðasjóði

Stjórn Innviðasjóðs hefur nýlega birt lista um styrkhafa árið 2018. Einn af styrkjum sjóðsins kemur í hlut Háskólans á Hólum, vegna verkefnis á vegum Fiskeldis- og fiskalíffræðideildar.

Forsvarsmaður verkefnisins er Camille Leblanc lektor og  helstu samstarfsmenn þeir Stefán Óli Steingrímsson prófessor og David Ben Haim dósent. Sótt var um styrk til uppbyggingar aðstöðu til rannsókna á atferli fiska. Um árabil hafa atferlisrannsóknir verið einn af hornsteinum rannsóknarstarfsemi deildarinnar, og hafa þær rannsóknir að mestu verið framkvæmdar úti í náttúrunni. Styrkur þessi gerir skólanum kleift að byggja upp fullkoma aðstöðu til vandaðra atferlisrannsókna, í Verinu á Sauðárkróki.  

Nánar má lesa um úthlutanir úr Innviðasjóði hér á vef Rannís og þar  er myndin fengin.

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is