Styrkur frá NORA | Háskólinn á Hólum

Styrkur frá NORA

Háskólinn á Hólum hefur hlotið styrk frá NORA, fyrir verkefnið Youth in Nature, árin 2021-2023 og er þetta framhald samnefnds verkefnis sem var styrkt af Íslenska loftslagssjóðnum árið 2020.
 
Verkefnið er leitt af Jessicu Aquino lektor við Ferðamáladeild skólans, og Einari Þorleifssyni frá Náttúrustofu Norðurlands vestra. Meðal annarra samstarfsaðila má nefna Söndru Granquist hjá Hafró, Selasetur Íslands, Færeyska þjóðminjasafnið, finnska sveitarfélagið Pyhtää og Natur og Ungdom á Svalbarða.
 
Meginmarkmið YAN verkefnisins er að ungmenni læri um loftslagsbreytingar með staðbundnu eftirliti með norðurslóðategundum í heimabyggð og á alþjóðavettvangi. Ungmennahópar og skólar munu tengjast vísindamönnum og vísindamiðstöðvum (heima og erlendis) og framkvæma kannanir í þeim tilgangi að safna mikilvægum gögnum sem ungmennin og vísindamenn  í þeirra eigin nærumhverfi munu nota til að fylgjast með vel þekktum tegundum og áhrifum loftslagsbreytinga á dýralíf.
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is