Staða íslenskunnar í markaðssetningu í ferðaþjónustu. | Háskólinn á Hólum

Staða íslenskunnar í markaðssetningu í ferðaþjónustu.

Í dag, á degi íslenskrar tungu kom út tímaritið Málfregnir sem er rit íslenskrar málnefndar og er þetta 28.árgangur þess. Í riti þessu er grein eftir þær Önnu Vilborgu Einarsdóttur lektor og Sigríði Sigurðardóttur, kennara við Ferðamáladeild Háskólans á Hólum, um tungumál í ferðaþjónustu.
 
Greinin byggist á rannsókn þeirra og Ágústu Þorbergsdóttur, starfsmanns á Stofnun Árna Magnússonar. Rannsóknin er byggð á viðtölum við fólk í ferðaþjónustu, bæði sunnan lands og norðan, sem gengu út á að kanna stöðu íslensku í markaðssetningu og móttöku gesta.
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is