Staða aðstoðarmanns við fiskeldistilraunir | Háskólinn á Hólum

Staða aðstoðarmanns við fiskeldistilraunir

 
Við Fiskeldis- og fiskalíffræðideild Háskólans á Hólum er laus staða aðstoðarmanns við fiskeldistilraunir. Við erum að leita eftir einstaklingi sem hefur þekkingu og reynslu á sviði fiskeldis og/eða líffræði. Góð tölvukunnátta er kostur. 
 
Í starfinu felst:
Öll almenn vinna í fiskeldisstöð, s.s. umhirða eldisfisks, vinna með klakfisk, hrogn og seiði
Þátttaka í rannsóknum, m.a. mælingar og úrvinnsla rannsóknargagna
Þátttaka í gæðastarfi háskólans
Umhirða í eldisstöð þriðju hverja helgi
 
Menntunar- og hæfnikröfur:
Fagþekking í fiskeldisfræðum, líffræði eða skildum greinum
Tölvukunnátta
Hæfni í samskiptum og geta til samstarfs 
Ábyrgð, frumkvæði, sjálfstæði í vinnubrögðum og skipulagshæfni
 
Fiskeldis- og fiskalíffræðideild Háskólans á Hólum býður upp á nám til diplómu í fiskeldisfræðum, MS-gráðu í sjávar- og vatnalíffræði og samnorrænt meistaranám í sjálfbærri framleiðslu og notkun á sjávarauðlindum. Samstarf er við Sjávarútvegsskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna um sérhæft nám í fiskeldi, sem og við Fisktækniskóla Íslands um þróun náms í fiskeldi fyrir öll skólastig. Sérfræðingar deildarinnar leiðbeina doktorsnemum og stýra erlendum rannsóknaverkefnum. Innan deildarinnar hefur öflugt rannsóknastarf verið byggt upp og hún hefur umsjón með kynbótum á bleikju fyrir íslenskt fiskeldi. Starfsaðstaða deildarinnar er í Verinu á Sauðárkróki og í háskólaþorpinu á Hólum. Á Hólum er fjölskylduvænt samfélag, falleg náttúra og sögurík umgjörð. Sjá www.holar.is og www.holaraquatic.is
 
Um meðferð umsókna, mat á hæfi umsækjenda og ráðningu í starfið er farið eftir ákvæðum laga um opinbera háskóla nr. 85/2008 og reglna um nýráðningar og framgang akademískra starfsmanna við Háskólann á Hólum. Launakjör eru skv. kjarasamningi fjármálaráðherra og viðkomandi stéttarfélags. Um starfskjör, réttindi og skyldur gilda að öðru leyti lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins nr. 70/1996. 
 
Um 100 % stöðu er að ræða. Umsóknarfrestur er til og með 20. nóvember 2020 og er æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Nánari upplýsingar um starfið veitir Bjarni Kristófer Kristjánsson, deildarstjóri, í síma 455 6386, netfang bjakk@holar.is.
 
Umsóknir skulu berast á netfangið umsoknir@holar.is merkt „Aðstoðarmaður fiskeldis“. Með umsókn skal fylgja afrit af prófskírteinum og ferilskrá. Umsækjandi skal útvega tvenn meðmæli sem meðmælendur senda beint á ofangreint netfang.
 
Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir.
 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is