Spænskir jöklafræðingar við rannsóknir á Tröllaskaga | Háskólinn á Hólum

Spænskir jöklafræðingar við rannsóknir á Tröllaskaga

Hópur spænskra jöklafræðinga frá Complutense University of Madrid  vann síðsumars að rannsóknum sínum við Háskólann á Hólum. Prófessorarnir David Palacio, Nuria de Andrés og Luis Miguel Tanarro leiða rannsóknina en doktorsneminn José María Fernández var einnig með í för. Yfirskrift rannsókna þeirra er „Mountain Warming“ á Tröllaskaga og er verkefnið unnið í samstarfi þeirra og Náttúrufræðistofnunar Íslands.

Hópurinn vinnur að aukinni þekkingu á þróun jökla síðustu 20.000 árin og er vettvangur rannsókna hans á Íslandi Hofs-, Hóla-, Héðins- og Gljúfurárdalur, en jafnframt vinnur hann að sambærilegum rannsóknum á Grænlandi, á Suðurheimskautslandinu og í Pýreneafjöllunum.

David og samstarfsfólk hans hafa dvalið að Hólum á sumrin um nokkurra ára bil, með hléum, og afrakstur vinnu síðustu ára má m. a. kynna sér í hjálögðum greinum:

 

The rapid deglaciation of the Skagafjörður fjord, northern Iceland

 
 
Erla Björk Örnólfsdóttir

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is