Skýrsla ytri úttektarnefndar birt opinberlega | Háskólinn á Hólum

Skýrsla ytri úttektarnefndar birt opinberlega

Skýrsla ytri úttektarnefndar um gæði skólastarfs Háskólans á Hólum hefur verið birt opinberlega, sjá hér á vef Rannís.  
 
Úttektarnefndin var skipuð af Gæðaráði íslenskra háskóla og í henni sátu: Crichton Walker Lang, Ågot Aakra, Teitur Erlingsson, Susan Hunter og Kerstin Norén. Hlutverk nefndarinnar er að fylgja eftir hugmyndafræði Gæðaráðsins þess efnis að stofnanaúttekt styðji háskóla til þess að efla og tryggja gæði námsgráða, námsumhverfis og utanumhalds rannsókna. Hér er m.a. byggt á viðmiðum og leiðbeiningum fyrir gæðatryggingu æðri menntunar í Evrópu. 
 
Niðurstaða úttektarnefndarinnar er að traust megi bera til gæða námsgráða við Háskólann á Hólum sem og til gæða umgjarðar nemenda til náms. Jafnframt dregur skýrslan fram faglega sérstöðu háskólans, öflugar rannsóknir, alþjóðlegt yfirbragð hans og náin tengsl við atvinnulíf og samfélag.
 
Háskólinn á Hólum er afar stoltur af starfi sínu og niðurstöðum skýrslunnar sem styðja við stefnu skólans og framtíðaráform. Um leið og við þökkum úttektarnefndinni og Gæðaráði íslenskra háskóla fyrir vandaða vinnu, viljum við jafnframt þakka nemendum, fyrrverandi nemendum, starfsfólki, og hollvinum háskólans enn og aftur fyrir aðkomu að úttektinni.
 
Erla Björk Örnólfsdóttir.
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is