Skoðunarferð á Vestfirði | Háskólinn á Hólum

Skoðunarferð á Vestfirði

Í síðustu viku fóru nokkrir kennarar og fleiri úr Fiskeldis- og fiskalíffræðideild í tveggja daga skoðunarferð í fiskeldisstöðvar á sunnanverðum Vestfjörðum.
 
Til að byrja með heimsóttum við laxeldisstöðina  Arctic Fish  á Tálknafirði, en hún er meðal stærstu fiskeldisstöðva á landinu. Hólamaðurinn og fiskeldisfræðingurinn Sigurvin Hreiðarsson tók á móti okkur og sýndi okkur m.a. hringrásarkerfi stöðvarinnar, hið eina á Íslandi. Árlega eru framleiddar milljónir laxaseiða í þessari glæsilegu stöð og eru þau síðan alin í sjókvíum í tvo vetur. Þrátt fyrir óhagstæð veðurskilyrði tókst okkur einnig að skoða sjókvíar fyrirtækisins í Patreksfirði og jafnframt að kynna okkur fóðurprammann þaðan sem fóðrun er stýrt og fóðri miðlaði í allar sjókvíarnar á svæðinu, sem eru samtals átta. Enn fremur gafst okkur færi á að ræða um fiskeldisnámið okkar við starfsmenn fyrirtækisins, einkum það sem snýr að  tæknihliðinni sem er í afar örri þróun.   
 
Síðari daginn heimsóttum við Tungusilung, þar sem um 80 tonn af bleikju eru framleidd á ári. Þetta fjölskyldufyrirtæki er sömuleiðis á Tálknafirði, í nágrenni við stórar laxeldisstöðvar.Vatnið sem notað er í  þessari litlu stöð er sérlega gott, auk þess sem framkvæmdastjórinn, Ragnar Þ. Marinósson, er mjög áhugasamur um bleikjueldi. Allur fiskurinn í stöðinni er keyptur af kynbótastöðinni á Hólum, ýmist sem hrogn eða 5 g seiði. Fiskurinn er fluttur út heill eða í flökum, eða er reyktur fyrir innanlandsmarkað.
 
Við færum fyrirtækjunum tveimur og  starfsmönnum þeirra bestu þakkir fyrir að taka á móti okkur, þrátt fyrir núverandi aðstæður, og fyrir að gefa sér tíma til að ræða við okkur um þarfir og væntingar fiskeldisgeirans til menntunar. Við hlökkum til að eiga frekari samræður við fiskeldisfólk á Íslandi.  
 
Camille Leblanc
 
Starfsmenn Háskólans á Hólum og gestgjafar hjá Arctic Fish.
Vatnstankar Arctic Fish.
Áframeldistankar fyrir laxaseiði.
Haldið á sjó á Patreksfirði.
Sjókvíar og fóðurprammi á Patreksfirði.
Bleikjueldisstöðin Tungusilungur í Tálknafirði.
Ragnar Þ. Marinósson og Paul Debes. Behind is Ólafur Sigurgeirsson.

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is