Skeiðmeistari í heimsókn | Háskólinn á Hólum

Skeiðmeistari í heimsókn

Það er Háskólanum á Hólum mikils virði að vera í góðum tengslum við atvinnulífið. Þau birtast meðal annars í heimsóknum gestakennara sem eru ýmist með fyrirlestra eða sýnikennslu, nema hvort tveggja sé.
 
Nú nýlega kom hinn þekkti knapi og skeiðmeistari Sigurbjörn Bárðarson og deildi þekkingu sinni og reynslu með nemendum og starfsmönnum Hestafræðideildar. Það voru nemendur á lokametrunum til BS-gráðu í reiðmennsku og reiðkennslu sem voru beinir þátttakendur en nemendur á 1. ári fengu að fylgjast með.
 
Myndir ©Þorsteinn Björnsson.
 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is