Samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja. Opinn fyrirlestur 6. feb. | Háskólinn á Hólum

Samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja. Opinn fyrirlestur 6. feb.

Dæmi úr ferðaþjónustu.
 
Nýlega heimsótti Geir Kristinn Aðalsteinsson, mannauðsstjóri Hölds, nemendur í námskeiðinu Stjórnun í Ferðamáladeild háskólas. Hann kynnti fyrirtækið og hvernig það leggur sitt af mörkum til að stuðla að ábyrgri ferðaþjónustu á Íslandi.
 
Höldur rekur m.a. Bílaleigu Akureyrar/Europcar og leggur fyrirtækið mikið upp úr samfélagslegri ábyrgð og ábyrgri ferðaþjónustu. Í fyrirlestrinum fór Geir Kristinn yfir samfélagslega ábyrgð Hölds út frá fimm meginþáttum, sem eru umhverfismál, mannauður, íþróttir og menning, öryggismál og nærsamfélagið. 
 
Gerður var góður rómur að erindinu og miklar umræður spunnust í lokin. Geir Kristinn kemur aftur heim að Hólum miðvikudaginn 6. febrúar og flytur fyrirlestur sinn í hópi nemenda kl. 11:00 – 12:00 í st. 205. Allir áhugasamir eru velkomnir heim að Hólum.
 
Nánar má lesa um samfélagslega ábyrgð Hölds á vef fyrirtækisins.
 
 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is