Rannsóknarverkefni um ferðaþjónustu á Norðurlandi | Háskólinn á Hólum

Rannsóknarverkefni um ferðaþjónustu á Norðurlandi

Á mánudag undirrituðu Háskólinn á Hólum og Rannsóknamiðstöð ferðamála samning við Markaðsstofu Norðurlands, um rannsóknarverkefni á áfangastaðnum Norðurlandi.
 
Meginmarkmið rannsóknarinnar er að skoða ýmsa þætti sem varða markaðssetningu svæðisins og þá markhópa sem sækja það heim. Verkefnið er það stærsta sem ráðist hefur verið í hvað rannsóknir á ferðaþjónustu á Norðurlandi snertir. 
 
Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands, Guðrún Þóra Gunnarsdóttir forstöðumaður RMF og Laufey Haraldsdóttir, deildarstjóri Ferðamáladeildar Háskólans á Hólum skrifuðu undir samninginn. 
 
Verkefnið er stutt af Eyþingi og Sambandi sveitarfélaga á Norðurlandi vestra í gegnum Sóknaráætlanir landshlutanna, og mun því ná yfir allt Norðurland. 
 
Starfsmaður verkefnisins er Elísabet Ögn Jóhannsdóttir, sem nýverið lauk meistaraprófi frá Álaborgarháskóla þar sem hún rannsakaði vörumerkið „Norðurland“.
 
Sjá fréttatilkynningu frá Markaðsstofu Norðurlands.
 
Myndin er sótt á vef Markaðsstofunnar.
 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is