Ræstitæknir – afleysing | Háskólinn á Hólum

Ræstitæknir – afleysing

Háskólinn á Hólum auglýsir eftir starfsmanni til afleysinga í a.m.k. 3 mánuði við ræstingar og almenn þrif á starfsstöðvum háskólans. Háskólinn á Hólum veitir fagmenntun á fræðasviðum ferðaþjónustu, fiskeldis- og fiskalíffræði, reiðmennsku og reiðkennslu. Starfsstöðvar háskólans eru á Hólum í Hjaltadal sem og í Verinu Vísindagörðum á Sauðárkróki. Hólar eru fjölskylduvænt samfélag og á staðnum er leik- og grunnskóli.
 
Ábyrgðarsvið
Ræstingar og þrif í aðalbyggingu skólans.
Ræstingar og þrif í starfsmanna- og nemendaaðstöðu í hesthúsum.
Ræstingar og þrif í starfsmannaaðstöðu bleikjukynbótastöðvar háskólans.
 
Hæfnikröfur 
Góð almenn menntun, frumkvæði og samviskusemi
Færni í mannlegum samskiptum og þjónustulund.
 
Um er að ræða 50% stöðu. Launakjör eru skv. kjarasamningi fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélags. Um starfskjör, réttindi og skyldur gilda að öðru leyti lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins nr. 70/1996. Umsóknarfrestur um starfið er til og með 19. janúar 2021. Æskilegt er að starfsmaður geti hafið störf strax.
 
Vinsamlegast sendið umsóknir ásamt ferilskrá á netfangið umsoknir@holar.is, merkt ræstingar. Nánari upplýsingar veitir Guðmundur Björn Eyþórsson, fjármála- og skrifstofustjóri, gbe@holar.is
 
Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is