Ráðgjöf um rannsóknir í ferðamálum 2021-2023 | Háskólinn á Hólum

Ráðgjöf um rannsóknir í ferðamálum 2021-2023

Frá vori 2020 hefur ráðgefandi nefnd um gagnaöflun og rannsóknir á sviði ferðamála starfað í samræmi við reglugerð 20/2020. Hlutverk nefndarinnar er að veita Ferðamálastofu Íslands ráðgjöf við mótun rannsóknaráætlunar. Með samsetningu nefndarinnar er leitast við að draga að vísindalega þekkingu, kunnáttu og sérfræði hagsmunaðila í greininni. Í nefndinni á m.a. sæti Ingibjörg Sigurðardóttir lektor og deildarstjóri Ferðamáladeildar.
 
Ráðgjöf var skilað vorið 2020 og var fyrsta rannsóknaráætlun Ferðamálastofu  birt í kjölfarið. Hún tekur til áranna 2020-2022. Vinna við rannsóknaráætlun fyrir árin 2021-2023 stendur nú yfir og hefur nefndin skilað af sér ráðgjöf þar að lútandi. Nánar er fjallað um ráðgjöf nefndarinnar á vefsíðu Ferðamálastofu
 
Á tímabilinu 2021-2023 sitja í nefndinni:
Dr. Ragnar Árnason, prófessor emeritus við Háskóla Íslands 
– tilnefndur af Ferðamálastofu, formaður.
Ingibjörg Sigurðardóttir, deildarstjóri og lektor við Háskólann á Hólum
– tilnefnd af samstarfsnefnd háskólastigsins.
Dr. Gunnar Þór Jóhannesson, prófessor við Háskóla Íslands
– tilnefndur af samstarfsnefnd háskólastigsins.
Unnur Valborg Hilmarsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra
– tilnefnd af Sambandi íslenskra sveitarfélaga.
Vilborg Helga Júlíusdóttir, hagfræðingur SAF
– tilnefnd af Samtökum ferðaþjónustunnar.
Hildur Kristjánsdóttir, sérfræðingur á skrifstofu ferðamála og nýsköpunar
– tilnefnd af ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.
Gunnar Geir Gunnarsson, deildarstjóri öryggis- og fræðsludeildar Samgöngustofu
–tilnefndur af samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.
 
Forsíðumynd: Kjartan Bollason
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is