Páll Guðmundur Ásgeirsson | Háskólinn á Hólum

Páll Guðmundur Ásgeirsson

Ég fór í ferðamálafræði á Hólum árið 2010 og útskrifaðist með BA gráðu. Ég var í fjarnámi sem hentaði mér fullkomlega þar sem ég er fjölskyldufaðir búsettur út á landi og var ekki tilbúinn að færa fjölskylduna um set til að fara í nám.
 
Í dag rek ég eigið ferðaþjónustufyrirtæki og hefur námið komið sér mjög vel. Öðlaðist ég góða og víðtæka þekkingu á greininni á Hólum sem nýtist mér í starfi við hin ýmsu verkefni. Ég hef tekið eftir því að það virkar sem ákveðinn gæðastimpill fyrir mig og mitt fyrirtæki að vera með BA í ferðamálafræði. 
 
Á Hólum eignaðist ég marga góða vini og öflugt tengslanet sem er ómetanlegt upp á framtíðina.
 
Páll Guðmundur Ásgeirsson
rekstraraðili Laugarfellskála
www.highlandhostel.is
BA í ferðamálafræði 2014
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is